Kíktu á okkur í Kringluna

Karfan þín

Ef varan er keypt í gegnum netið getur kaupandi hætt við kaupin í 14 daga frá afhendingu vörunnar og fengið endurgreitt.

 

Skilaréttur gildir að því tilskildu að varan sé ónotuð, óþvegin og í upprunalegu ástandi með verðmerkingunum á. Júník Kringlan ehf áskilur sér rétt til þess að neita að taka við vöru tilbaka séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt.

 

Þegar þú sendir vöruna tilbaka haltu þá upp á kvittunina fyrir sendingunni sem sönnun fyrir því að þú hafir sent hana af stað.

Ef varan sem þú skilar mætir þeim skilyrðum sem þarf að uppfylla til þess að fá endurgreiðslu munt þú fá staðfestingu í tölvupósti á því að þú eigir rétt á endurgreiðslu.

Það getur tekið allt að 14 daga að fá endurgreitt frá deginum sem þú færð staðfestingartölvupóstinn.

 

Við endurgreiðum yfirleitt á sama hátt og þú greiddir fyrir pöntunina upphaflega.

Þegar skila á vöru sem keypt er innan við 14 daga fyrir upphaf útsölu á að miða við verð vörunnar á útsölunni en ekki upphaflegt verð. Þetta á þó ekki við um þegar vara er keypt í desember en í þeim tilfellum hefur viðskiptavinur frest til 31.desember til þess að skila vörunni á fullu verði.

Ekki er hægt að skila vörum á útsölu nema að varan sé gölluð eða ef röng vara hefur verið send.